
Til leigu nýtt glæsilegt hús í Vaðlaheiði
Höllin er 5 herbergja, 120 fm heilsárshús með flottu útsýni yfir Akureyri. Höllin er staðsett í Veigahall 6 sem er í sama hverfi og Vaðlaborgir, ca 5 km austan Akureyrar.
Húsið er tvær hæðir og skiptist neðri hæðin í forstofu, baðherbergi með sturtu, tvö svefnherbergi með tvíbreiðum rúmum og einu rimlarúmi og eldhús og stofu í opnu rými. Úr stofu er útgengt á stóra verönd með húsgögnum, heitum potti og grilli.
Á efri hæðinni eru tvö svefnherbergi, annað með tvíbreiðu rúmi og hitt með tveim 90 cm breiðum rúmum. Einnig er opið rými sem notað er sem sjónvarpsrými þar eru tvö 90cm rúm og dýnur, þaðan er útgengt á stórar svalir.
Gistimöguleiki er fyrir 8-12 manns.
Húsið var tekið í notkun í febrúar 2014.
Hægt er að kaupa þrif á 18.000 kr.
Lágmarks leiga er tvær nætur.